Lífið

Loksins saman um jólin

Friðrik Ómar og Ármann ætla að eyða jólunum saman fyrir norðan hjá fjölskyldu Friðriks.Fréttablaðið/GVA
Friðrik Ómar og Ármann ætla að eyða jólunum saman fyrir norðan hjá fjölskyldu Friðriks.Fréttablaðið/GVA
„Við höfum verið saman í fjögur ár en þetta verða fyrstu jólin okkar saman,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Hann var á leiðinni norður þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum og ætlaði að leigja sér bíl til að keyra.

Friðrik Ómar og kærasti hans, Ármann Skæringsson, ætla að eyða jólunum saman fyrir norðan hjá fjölskyldu Friðriks en söngvarinn hefur verið á ferð og flugi undanfarnar vikur með Frostrósum.

„Ég er búinn að vera hérna á Íslandi í mánuð þannig að þetta er búin að vera ágætis törn,“ segir Friðrik en eins og margoft hefur komið fram eru þeir Friðrik og Ármann búsettir í Stokkhólmi.

Friðrik eyðir jólunum yfirleitt fyrir norðan og hefur sína jólasiði. Hann hyggst hitta sína dyggu aðdáendur í höfuðstað Norðurlands á Glerártorgi á Þorláksmessu og árita geisladiskinn sinn með Elvis-ábreiðunum sem nutu töluverðra vinsælda á árinu sem er að líða.

„Við förum síðan út aftur eftir áramótin og slökum á, ætli við reynum ekki bara að fara í einhverja utanlandsferð.“ Friðrik verður síðan með tónleika í mars í Stokkhólmi í samvinnu við sendiherra Íslands, Guðmund Árna Stefánsson.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.