Lífið

Byggir hlöðu fyrir svín

Reese Witherspoon
Reese Witherspoon
Leikkonan Reese Witherspoon stendur í stórræðum þessa dagana en hún er að byggja skýli við húsið sitt. Witherspoon er forfallinn dýraaðdáandi og var í raun knúin til að byggja yfir skepnurnar sínar, geitur, asna, svín og hænur.

„Mér finnst mjög töff að vera með hlöðu í garðinum enda eru dýrin vinir mínir og eiga skilið almennilegt húsnæði,“ segir Witherspoon í viðtali.

Hún á tvö börn með leikaranum Ryan Philippe en er nú í sambandi með umboðsmanninum Jim Toth og ætla þau að eyða sínum fyrstu jólum saman.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.