Lífið

Glaðir gestir Frímanns

hress Anna Ólafsdóttir og Guðjón Már Guðjónsson, eitt sinn kenndur við Oz, mættu galvösk á sýningu Frímanns. fréttablaðið/daníel
hress Anna Ólafsdóttir og Guðjón Már Guðjónsson, eitt sinn kenndur við Oz, mættu galvösk á sýningu Frímanns. fréttablaðið/daníel

Kvöldstund með Frímanni Gunnarssyni og gestum fór fram í Háskólabíói á miðvikudagskvöld. Gestir voru ánægðir með fjölþjóðlegt grín sem þar var á boðstólum.

Ásamt Frímanni Gunnarssyni komu fram Frank Hvam og Casp­er Christensen best þekktir úr Klovn-sjónvarpsþáttaröðinni, Jón Gnarr borgarstjóri, Ari Eldjárn úr Mið-Íslandi auk annarra þekktra grínara.

„Mér fannst þetta alveg frábær sýning,“ segir Þrúður Vilhjálmsdóttir, leikkona, sem er bekkjar­systir Gunnars Hanssonar úr Leiklistarskólanum. „Strákarnir í Klovn voru líka skemmtilegir.“

Ragnar Bragason leikstjóri tók í sama streng. „Sýningin var glimr­andi fín og kvöldið vel lukkað í heildina. Gunnar fór á kostum.“ Margt var um manninn eins og sjá má af myndunum en einungis var um að ræða eina sýningu. - sf, afb

Þorkell Guðjónsson og Hreinn Eggertsson klæddu sig upp á í tilefni dagsins.
Halldór Örn, Róbert Vilhjálmur og Þrúður Vilhjálmsdóttir voru vígaleg að vanda.


Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson gætu hafa rætt um hvernig er að vera leikari, enda báðir í faginu.
Óskar Páll Þorgilsson og Nína Björnsdóttir létu sig að sjálfsögðu ekki vanta.
Leikstjórinn Ragnar Bragason og hljóðmaðurinn Huldar Freyr Arnarson, beint úr bransanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×