Millilendir á Íslandi til að skemmta og detta í það 1. október 2010 13:00 hlakkar til Pablo Francisco, sá kokhrausti í miðjunni, kemur fram á Broadway á sunnudaginn.fréttablaðið/vilhelm Bandaríski grínistinn Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Francisco hefur tvisvar sinnum skemmt á Íslandi og hlakkar mikið til þess að skemmta í þriðja skipti. „Þið eruð búin að ganga í gegnum ýmislegt á Íslandi þannig að við ætlum að mæta og skemmta ykkur,“ segir uppistandsgrínistinn Pablo Francisco. Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Hann hefur tvisvar áður verið með uppistand á Íslandi við góðar viðtökur landsmanna. Francisco kemur til landsins að eigin frumkvæði, en hin sænska umboðsskrifstofa grínistans hafði samband við Kristin Bjarnason, sem stendur fyrir uppistandinu. Francisco kemur til landsins frá Danmörku, en hann er búinn að ferðast um Norðurlöndin undanfarið og kemur hér við á leiðinni heim til Bandaríkjanna. „Ég ætla að koma með tvo góða vini mína, við erum búnir að vera að ferðast saman,“ segir Francisco. „Þetta verður frábær sýning, þið viljið ekki missa af þessu. Hefjið partíið með því að fara á þessa sýningu og farið svo út og missið vitið. Takið einhvern með ykkur; strákar komið með stelpur og stelpur komið með stráka. Þið þurfið ekki að tala saman, þið getið bara dottið í það, slakað á og byrjað partíið.“ Þrjú ár eru síðan Pablo Francisco kom til landsins og hann er afar áhugasamur um afdrif þjóðarinnar. Hann hefur mikinn áhuga á skemmtanalífi landsins og þrátt fyrir tvær heimsóknir á hann enn þá eftir að gera ýmislegt hér. „Ég þarf að sjá aðeins meira af Íslandi, maturinn er góður og dagurinn er lengri. En hvernig er það, voru þið að fá nýjan forseta? Konu?“ Forsætisráðherra. „Hvernig er það að virka?“ Öhm. Ég veit það ekki. Alþingi er í algjöru rugli þessa dagana. Ætlarðu að leita að henni? Viltu hitta hana? „Nei! nei, ég er góður. Hún hlýtur samt að mæta á Broadway.“ Francisco segist ekki vera mikið partíljón á ferðalögum sínum, en var engu að síður þunnur eftir mikið fjör í Danmörku á miðvikudagskvöld. Hann hyggst líka skemmta sér á Íslandi, enda síðasti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. „Ísland er í leiðinni heim, þannig að við ætlum að skemmta okkur og slá tvær flugur í einu höggi.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Bandaríski grínistinn Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Francisco hefur tvisvar sinnum skemmt á Íslandi og hlakkar mikið til þess að skemmta í þriðja skipti. „Þið eruð búin að ganga í gegnum ýmislegt á Íslandi þannig að við ætlum að mæta og skemmta ykkur,“ segir uppistandsgrínistinn Pablo Francisco. Pablo Francisco kemur fram á Broadway á sunnudaginn. Hann hefur tvisvar áður verið með uppistand á Íslandi við góðar viðtökur landsmanna. Francisco kemur til landsins að eigin frumkvæði, en hin sænska umboðsskrifstofa grínistans hafði samband við Kristin Bjarnason, sem stendur fyrir uppistandinu. Francisco kemur til landsins frá Danmörku, en hann er búinn að ferðast um Norðurlöndin undanfarið og kemur hér við á leiðinni heim til Bandaríkjanna. „Ég ætla að koma með tvo góða vini mína, við erum búnir að vera að ferðast saman,“ segir Francisco. „Þetta verður frábær sýning, þið viljið ekki missa af þessu. Hefjið partíið með því að fara á þessa sýningu og farið svo út og missið vitið. Takið einhvern með ykkur; strákar komið með stelpur og stelpur komið með stráka. Þið þurfið ekki að tala saman, þið getið bara dottið í það, slakað á og byrjað partíið.“ Þrjú ár eru síðan Pablo Francisco kom til landsins og hann er afar áhugasamur um afdrif þjóðarinnar. Hann hefur mikinn áhuga á skemmtanalífi landsins og þrátt fyrir tvær heimsóknir á hann enn þá eftir að gera ýmislegt hér. „Ég þarf að sjá aðeins meira af Íslandi, maturinn er góður og dagurinn er lengri. En hvernig er það, voru þið að fá nýjan forseta? Konu?“ Forsætisráðherra. „Hvernig er það að virka?“ Öhm. Ég veit það ekki. Alþingi er í algjöru rugli þessa dagana. Ætlarðu að leita að henni? Viltu hitta hana? „Nei! nei, ég er góður. Hún hlýtur samt að mæta á Broadway.“ Francisco segist ekki vera mikið partíljón á ferðalögum sínum, en var engu að síður þunnur eftir mikið fjör í Danmörku á miðvikudagskvöld. Hann hyggst líka skemmta sér á Íslandi, enda síðasti viðkomustaðurinn í ferðalaginu. „Ísland er í leiðinni heim, þannig að við ætlum að skemmta okkur og slá tvær flugur í einu höggi.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira