Formúla 1

FIA staðfesti 20 Formúlu 1 mót 2011

Verið er að vinna að brautargerð í Indlandi við svæði í Nýju Dehli fyrir Formúlu 1 árið 2010.
Verið er að vinna að brautargerð í Indlandi við svæði í Nýju Dehli fyrir Formúlu 1 árið 2010. Mynd: Getty Images/Graham Crouch

FIA staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða árið 2011 í Formúlu 1. Fyrsta mótið verður í Barein, en það síðasta í Brasilíu. Í þremur tilfellum eru þrjú mót í mánuði.

Nýtt mót verður í Delí í Indlandi, ef mótshaldarar ná að ljúka gerð brautarinnar og FIA samþkkir brautina til keppni. Mótið í Indlandi á að vera 30. október, eða þriðja síðasta mót ársins. Miklar rigningar hafa tafið vinnu við brautina upp á síðkastið.

Mótaskrá 2011

13. mars. Barein, Sakhir

27. mars. Ástralía, Melbourne

10. apríl. Malasía, Sepang

17. apríl. Kína, Sjanghæ

8. maí. Tyrkland, Istanbúl

22. maí. Spánn, Katalónía

29. maí. Mónakó, Monte Carlo

12. júní. Kanada, Montreal

26. júní. Evrópa, Valencia

10. júlí. Bretland, Silverstone

24. júlí. Þýskaland, Nürburgring

31. júlí, Ungverjaland, Hungaroring

28. ágúst. Belgía, Spa Francorchamps

11. september. Singapúr, Singapúr

25. september. Ítalía, Monza

9. október. Japan, Suzuka

16. október. Suður Kórea, Yeongam

30. október. Indland, Delí

13. nóvember. Abu Dhabi, Yas Marina

27. nóvember. Brasilía, Interlagos








Fleiri fréttir

Sjá meira


×