Körfubolti

Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Hreinsson.
Friðrik Hreinsson. Mynd/Stefán

Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

Tindastóll var búið að tapa fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni en fylgdi eftir sigur á Blikum í bikarnum með því að vinna lærisveina Teits Örlygssonar í kvöld.

Sean Cunningham var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Tindastól, Friðrik Hreinsson skoraði 17 stig og Dragoljub Kitanovic var með 15 stig. Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna, Jovan Zdravevski var með 18 stig og Fannar Freyr Helgason skoraði 16 stig.

Stjörnumenn voru sterkari framan af, voru 25-20 yfir eftir fyrsta leikhluta og með fjögurra stiga forskot í hálfleik, 46-42. Tindastóll vann þriðja leikhlutann 24-18 og var komið yfir í 64-66 fyrir lokaleikhlutann.

Stjörnumenn skoruðu fimm fyrstu stigin í fjórða leikhluta og komust 69-66 yfir. Stjarnan var síðan með átta stiga forskot, 83-75, þegar 3 mínúur voru eftir. Tindadtólsliðið gafst ekki upp, vann upp muninn og lokasekúndurnar voru síðan æsispennandi.

Liðin skiptust á að ná forustunni á síðustu 90 sekúndum leiksins sem endaði á því að Friðrik Hreinsson skoraði þriggja stiga körfu þegar 3,2 sekúndur voru eftir og kom Tindastól yfir í 89-88.

Stjarnan-Tindastóll 88-89 (25-20, 21-22, 18-24, 24-23)

Stjarnan: Justin Shouse 23/4 fráköst, Jovan Zdravevski 18/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/8 fráköst, Guðjón Lárusson 10/4 varin skot, Marvin Valdimarsson 8/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Daníel G. Guðmundsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 2, Birgir Björn Pétursson 1.

Tindastóll: Sean Kingsley Cunningham 19/8 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 17, Dragoljub Kitanovic 15, Loftur Páll Eiríksson 14/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 5/4 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×