Umfjöllun: Njarðvík sá glitta í sigur en Keflavík kláraði dæmið Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2010 22:39 Hörður Axel Vilhjálmsson. Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Njarðvíkingar þurftu að sætta sig við naumt tap á útivelli gegn grönnunum og erkifjendunum í Keflavík í kvöld. Úrslitin urðu 78-72 og fimmta tap Njarðvíkinga í röð staðreynd. Þeir voru greinilega með blóðbragð í munninum í þessum leik en slæmar ákvarðanatökur í lokin gerðu það að verkum að þeir yfirgáfu sláturhúsið tómhentir. Keflvíkingar hafa nú tíu stig en Njarðvíkingar eru aðeins með fjögur, þeirra versta byrjun í úrvalsdeild. Baráttan var allsráðandi í leiknum í kvöld. Vel var mætt á leikinn, þétt setið en stemningin í stúkunni hefði þó mátt vera mun betri. Villurnar léku Njarðvíkinga grátt strax í byrjun. Jóhann Árni Ólafsson var kominn með þrjár villur um miðjan fyrsta leikhluta og Christopher Smith fékk svo sína þriðju stuttu síðar við litla hrifningu þjálfarans Sigurðar Ingimundarsonar. Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur í Njarðvíkurbúninginn, hann byrjaði á bekknum en þegar hann kom inn gegn sínum gömlu félögum var hann ekki lengi að setja sín fyrstu stig. Keflvíkingar byrjuðu betur og leiddu með tíu stiga mun að loknum fyrsta leikhluta. Þeir kláruðu fjórðunginn með stæl, með glæsilegri þriggja stiga körfu Harðar Axels Vilhjálmssonar og svo troðslu hjá Gunnari Einarssyni. Njarðvíkingar komust í öllu betri gír í öðrum leikhlutanum, allt liðið var farið að virka betur og þeir náðu að snúa stöðunni við, komust í fyrsta sinn yfir 30-32. Heimamenn fóru þó með forystuna inn í hálfleikinn, staðan 37-34. Spennan hélt áfram eftir hlé og jafnræði var með liðunum en Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokafjórðunginn. Hart var barist og þurfti Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson að vera utan vallar um tíma eftir að hafa hlotið skurð við augabrún. Með góðum kafla komust Njarðvíkingar skrefinu á undan en þegar Valentino Maxwell setti niður þrist og jafnaði þá féll stemningin með heimamönnum. Lokamínútan var gríðarlega spennandi, Keflavík var með þriggja stiga forystu og Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu, tóku nokkrar dýrkeyptar ákvarðanir svo heimasigur varð staðreynd. Sex stiga sigur Keflvíkinga. Maður leiksins var Serbinn Lazar Trifunovic hjá Keflavík sem skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Trifunovic hefur heldur betur reynst Keflvíkingum happafengur síðan hann mætti til landsins. Keflavík-Njarðvík 78-72 (24-14, 13-20, 22-21, 19-17) Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 27 (15 fráköst), Valentino Maxwell 16 (4 fráköst/3 varin skot), Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 (12 fráköst/3 varin skot), Hörður Axel Vilhjálmsson 11 (6 fráköst/7 stoðsendingar), Gunnar Einarsson 10, Þröstur Leó Jóhannsson 2. Njarðvík: Christopher Smith 15 (10 fráköst/6 varin skot), Guðmundur Jónsson 14, Friðrik E. Stefánsson 9 (11 fráköst), Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6 (6 fráköst), Lárus Jónsson 6, Jóhann Árni Ólafsson 6 (4 fráköst), Rúnar Ingi Erlingsson 3, Egill Jónasson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29 Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Guðjón Skúlason: Komumst aldrei almennilega í gang Keflavík vann grannaslaginn gegn Njarðvík 78-72 í hörkuspennandi leik. Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, er ánægður með bæði stigin en telur lið sitt hafa verið langt frá sínu besta. 22. nóvember 2010 22:29
Gunnar Einarsson: Nú á maður montréttinn „Grannaslagirnir eru skemmtilegustu leikirnir,“ sagði Gunnar Einarsson Keflvíkingur eftir að liðið vann nauman sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í körfubolta. 22. nóvember 2010 22:25