Sport

Kona stýrir karlaliði í amerískum fótbolta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Menntaskóli í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, hefur ákveðið að ráða konu sem aðalþjálfara karlaliðs skólans í amerískum fótbolta. Það þykja stórtíðindi í Bandaríkjunum.

Konan heitir Natalie Randolph er 29 ára kennari. Hún er vel kunnug leiknum enda lék hún sem atvinnumaður með DC Divas og vann meistaratitilinn með liðinu árið 2006.

Hún hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins en fær núna tækifæri sem aðalþjálfari. Að kona þjálfi karlalið í þessari karlmannlegu íþrótt er ekki daglegt brauð.

Það er reyndar ekki á hreinu hversu margar konur hafi verið ráðnar sem aðalþjálfarar í íþróttinni en það gerðist síðast árið 1985 að kona fékk slíkt tækifæri.

Henni var vikið úr starfi daginn eftir þar sem þjálfarar andstæðinganna vildu ekki spila á móti henni. Þeir mótmæltu og það bar árangur. Hún var rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×