Lífið

Undirbjó sig alla ævi fyrir hlutverkið

Jay Baruchel og Nicolas Cage. MYND/Cover Media
Jay Baruchel og Nicolas Cage. MYND/Cover Media

Hollywood leikarinn Nicolas Cage fer með aðalhlutverkið í ævintýramyndinni The Sorcerer's Apprentice sem frumsýnd var hér á landi í gær.

„Þetta var draumur fyrir mig persónulega því ég hef alltaf viljað leika töframann. Mér finnst eins og ég hafi verið að undibúa mig alla ævi fyrir þetta hlutverk," sagði Nicolas spurður út í hlutverkið.

„Pabbi reyndi alltaf að opna huga minn gagnvart því sem mig langaði að skapa," sagði hann.

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru við tökur á kvikmyndinni í New York og á blaðamannafundi sem haldinn var í Barcelona á dögunum.

The Sorcerer´s Apprentice er sýnd i Sambíóunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.