Lífið

Vaknar 04:30 til að æfa

Michelle Obama. MYND/Cover Media
Michelle Obama. MYND/Cover Media

Michelle Obama segist ekki getað verið án líkamsræktar en hún fer á fætur klukkan 04:30 á hverjum einasta morgni því það er eini tíminn sem hún hefur aflögu fyrir sjálfa sig sem hún kýs að nota til að hreyfa sig.

Stæltir handleggir Michelle hafa verið lofaðir viða um heim en hún er þekkt fyrir að hugsa sérstaklega vel um líkama sinn og svo er hún óhrædd við að ræða opinskátt hvernig hún heldur sér í formi.

Michelle hugar líka vel að mataræðinu en leyfir sér líka að borða óhollustu. Ef henni finnst hún hafa farið yfir strikið þegar kemur að mataræðinu þá borðar hún eingöngu grænmeti í einn til tvo daga til að hreinsa eða afeitra (detoxa) líkama sinn.

„Fyrir stuttu þurfti ég að hreinsa mig aðeins og borðaði eingöngu grænmeti. Það er í lagi að gera það í tvo daga en ekki lengur. Ég trúi því að það sé gott að hreinsa líkamann með vissu millibili," sagði Michelle.

„Þegar ég borða sykur langar mig alltaf í meiri sykur. Því meira sem þú innbyrðir af óhollustu því meiri óhollustu langar þig í. Ég er ein af þeim sem elska að borða og verð því að fara gætilega."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.