Lífið

Leið eins og apaketti

MYND/Cover Media
MYND/Cover Media

Leikkonan Mary-Kate Olsen, 24 ára, óskar engum að alast upp eins og hún og tvíburarsystir hennar, Ashley.

Frægðarsól þeirra byrjaði að skína þegar þær birtust aðeins níu mánaða gamlar í bandaríska sjónvarpsþættinum Full House árið 1987.

„Þegar við unnum vorum við eins og litlir apar að leika. Þegar ég horfi á þessa þætti tengi ég mig alls ekki við sjálfa mig," sagði Mary-Kate Olsen í tímaritinu Marie Claire þegar hún rifjaði upp leiklistarferil sinn og systur sinnar.

„Ég myndi aldrei óska neinu barni að alast upp við sömu aðstæður eins og við gerðum en á sama tíma myndi ég aldrei vilja breyta neinu. Þetta var súrsætt líf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.