Lífið

Afturhvarf á nýrri plötu

Ný plata með gamla, góða hljóminum er væntanleg í búðir á næsta ári.
Ný plata með gamla, góða hljóminum er væntanleg í búðir á næsta ári.
Hljómsveitin REM er að taka upp afturhvarfs-plötu í anda upphafsára sinna og er hún væntanleg í verslanir á næsta ári. Ken Stringfellow, sem hefur unnið með sveitinni á undanförnum árum, heyrði ófullgerða útgáfu af plötunni á heimili bassaleikarans Mikes Mills og heillaðist mjög af henni.

„Hún hljómaði mjög fallega. Sumar upptökurnar voru dálítið myrkar og höfðu yfir sér sama hljóm og maður heyrir á gömlum plötum með REM," sagði Stringfellow við NME. Upptökustjóri þessarar fimmtándu hljóðversplötu REM er Jacknife Lee, sem einnig tók upp síðustu plötu hennar, Accelerate.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.