Webber og Vettel fá sama stuðning 11. október 2010 14:17 Mark Webber og Christian Horner gerðu góða hluti í Japan á sunnudag og Webber er efstur í stigamótinu. Mynd: Getty Images Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Webber er með 14 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari og Vettel. Hann er með 220 stig, en Alonso og Vettel 206. Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Þessir ökumenn eiga allir möguleika á titlinum, en eftir á að keppa á nýrri braut í Suður Kóreu um aðra helgi, síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. "Við erum lánsamir að hafa tvo ökumenn, sem eru skýrir og viljasterkir. Það skapar vissa áskorun, en það er lúxus vandamál. Ég er hæstánægður með frammistöðu beggja ökumanna og vona að þeir haldi uppteknum hætti í síðustu þremur mótunum", sagði Horner í frétt á autosport.com. Horner telur að Vettel hafi ekið sérlega vel í síðustu mótum og þolgæði verði mikilvægur þáttur í síðustu mótunum. "Monza og Singpúr mótin gengu vel hjá Vettel og hann er kominn með slagkraft á ný hvað titilslaginn varðar og á betri möguleika. Mark hefur komist á verðlaunapallinn hvað eftir annað. Í Singapúr, á Spa (Belgíu) og hérna í Japan. Þetta mun snúast um þolgæðin í síðustu mótunum hjá þeim sem er að keppa um titilinn." Horner segir að Vettel og Webber vinni fyrir opnum tjöldum og samvinnan sé góð. "Augljóslega er þeir að keppa um stærstu verðlaunin í akstursíþróttum og það fylgir því álag fyrir liðið, en við erum að gera okkar besta til að styðja báða ökumenn á jafnan hátt, en þeir eiga báðir möguleika á titlinum. Mark hefur aukið foskotið í stigamótinu, en Sebastian (Vettel) er kominn með aukna möguleika og við munum styðja báða jafnt", sagði Horner. Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull telur að það sé liðinu til framdráttar að vera með tvo ökumenn í titilslagnum, en Mark Webber og Sebastian Vettel eiga báðir möguleika á titlinum. Vettel vann japanska kappaksturinn á sunnudaginn, en Webber varð annar í mótinu. Webber er með 14 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari og Vettel. Hann er með 220 stig, en Alonso og Vettel 206. Lewis Hamilton er með 192 og Jenson Button 189. Þessir ökumenn eiga allir möguleika á titlinum, en eftir á að keppa á nýrri braut í Suður Kóreu um aðra helgi, síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. "Við erum lánsamir að hafa tvo ökumenn, sem eru skýrir og viljasterkir. Það skapar vissa áskorun, en það er lúxus vandamál. Ég er hæstánægður með frammistöðu beggja ökumanna og vona að þeir haldi uppteknum hætti í síðustu þremur mótunum", sagði Horner í frétt á autosport.com. Horner telur að Vettel hafi ekið sérlega vel í síðustu mótum og þolgæði verði mikilvægur þáttur í síðustu mótunum. "Monza og Singpúr mótin gengu vel hjá Vettel og hann er kominn með slagkraft á ný hvað titilslaginn varðar og á betri möguleika. Mark hefur komist á verðlaunapallinn hvað eftir annað. Í Singapúr, á Spa (Belgíu) og hérna í Japan. Þetta mun snúast um þolgæðin í síðustu mótunum hjá þeim sem er að keppa um titilinn." Horner segir að Vettel og Webber vinni fyrir opnum tjöldum og samvinnan sé góð. "Augljóslega er þeir að keppa um stærstu verðlaunin í akstursíþróttum og það fylgir því álag fyrir liðið, en við erum að gera okkar besta til að styðja báða ökumenn á jafnan hátt, en þeir eiga báðir möguleika á titlinum. Mark hefur aukið foskotið í stigamótinu, en Sebastian (Vettel) er kominn með aukna möguleika og við munum styðja báða jafnt", sagði Horner.
Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti