Lífið

Barrymore hatar símakynlíf

Leikkonan vill frekar hina hefðbundnu leið í samskiptum við elskhuga sína
Leikkonan vill frekar hina hefðbundnu leið í samskiptum við elskhuga sína
Drew Barrymore hefur greint frá því að hún sé enginn aðdáandi fjarsambands og ástæðan sé sú að hún hati kynferðisleg símtöl.

„Æj, ég hef alveg átt velheppnað kynlíf í gegnum síma - það getur alveg gengið upp. En mér finnst það svo helvíti skrítið - það er einginlega sjúklega skrítið,“ sagði leikkonan í viðtalið í Marie Claire.

Barrymore viðurkennir þó að hafa tekið þátt í velheppnuðu kynlífi í gegnum síma hér áður fyrr, en kjósi samt að eiga í hefðbundnum samskiptum við elskhuga sína. „Ég reyndi það alveg, og það gekk upp, en það er bara því að þú þarft að prufa það einu sinni. Svona líkt og að ganga í appelsínugulum lit. Ég held þetta sé samt ekki eitthvða sem ég gæti stundað,“ útskýrir Barrymore.

„Það sem gerir mig ánægða núna er eitthvað mjög áþreifanlegt og það er fólkið sem ég virkileg veit að ég mér þykir vænt um og fæ þessa hamingju frá. Þau eru ættbálkurinn minn.“

Leikkonan átti hér áður fyrr í ástarsambandi við Frabrizio Moretti trommuleikara The Strokes ásamt því að hafa verið gift leikaranum Tom Green. Upp á síðkastið hefur hún þó verið í haltu mér - slepptu mér sambandi með meðleikara sínum í He"s Just Not That Into You, Justin Long.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.