Skrifa saman ævisögu Miðbaugsmaddömunnar 6. ágúst 2010 07:00 Jakob og Þórarinn hafa tekið að sér að skrifa ævisögu Miðbaugsmaddömunnar Catalinu Ncogo. Fréttablaðið/stefán „Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Jakob og blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson skrifa nú ævisögu Catalina M. Ncogo, sem einnig er þekkt sem Miðbaugsmaddaman, sem var dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í júlí. Hugmyndin um ævisöguna kemur upprunalega frá útgefanda bókarinnar Jónasi Sigurgeirssyni en það er útgáfufyrirtæki hans, Bókafélagið, sem gefur bókina út. „Hennar viðhorf ganga þvert á hin ríkjandi viðhorf sem viðgangast á Íslandi. Það verður margt mjög óvænt sem mun koma fram í bókinni og ég er ekki viss um að allir verði ánægðir með þau sjónarmið sem hún setur fram. En þetta er auðvitað fyrst og fremst hennar saga," segir Jakob Bjarnar. Auk þess að kafa djúpt í sögu Catalinu verður vændi á Íslandi kortlagt og rætt við fjölda manns sem tengjast bæði vændi á Íslandi og Catalinu sjálfri. „Við höfum hitt hana þrisvar eða fjórum sinnum í fangelsinu og er hún mjög geðfelld og samkvæm sjálfri sér. Hún er mjög opinská um líf sitt og skoðanir sínar og það er alveg magnað að hlusta á hana," segir Jakob Bjarnar og Þórarinn tekur í sama streng: „Hún virkar mjög vel á mann og er bráðhugguleg stúlka. Hún er hlýleg og sæt og með góða nærveru." Catalina tók vel í þá hugmynd að ævisaga hennar yrði rituð enda hefur hún ekki farið leynt með það að vera ósátt við hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað mál sem tengjast henni. „Hún fær þarna tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarmiði í þessu undarlega máli og að segja ævisögu sína," segir Þórarinn. Jakob segir að saga Catalinu verði rakin aftur til Miðbaugs-Gíneu þar sem hún segir frá lífinu sem ung stúlka. „Með ævintýralegum hætti er koma hennar til landsins rakin, en Catalina kom hingað mjög ung," segir Jakob. „Hún var gift kona í Vestmannaeyjum í tíu til tólf ár og þegar því tímabili lauk kom hún til Reykjavíkur og ákvað að leggja fyrir sig vændi en kom þar að óspilltum markaði. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á eftirspurnina þar en vændismarkaðurinn hér er mjög óþroskaður miðað við önnur lönd." linda@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Við höfum fylgst með gangi og málaferlum Catalinu í þónokkurn tíma og það er ljóst að þarna er alveg ofboðslega mögnuð saga. Þetta er 49 kílóa, þeldökk kona sem gjörsamlega snýr þjóðfélaginu á haus," segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður. Jakob og blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson skrifa nú ævisögu Catalina M. Ncogo, sem einnig er þekkt sem Miðbaugsmaddaman, sem var dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir milligöngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni í júlí. Hugmyndin um ævisöguna kemur upprunalega frá útgefanda bókarinnar Jónasi Sigurgeirssyni en það er útgáfufyrirtæki hans, Bókafélagið, sem gefur bókina út. „Hennar viðhorf ganga þvert á hin ríkjandi viðhorf sem viðgangast á Íslandi. Það verður margt mjög óvænt sem mun koma fram í bókinni og ég er ekki viss um að allir verði ánægðir með þau sjónarmið sem hún setur fram. En þetta er auðvitað fyrst og fremst hennar saga," segir Jakob Bjarnar. Auk þess að kafa djúpt í sögu Catalinu verður vændi á Íslandi kortlagt og rætt við fjölda manns sem tengjast bæði vændi á Íslandi og Catalinu sjálfri. „Við höfum hitt hana þrisvar eða fjórum sinnum í fangelsinu og er hún mjög geðfelld og samkvæm sjálfri sér. Hún er mjög opinská um líf sitt og skoðanir sínar og það er alveg magnað að hlusta á hana," segir Jakob Bjarnar og Þórarinn tekur í sama streng: „Hún virkar mjög vel á mann og er bráðhugguleg stúlka. Hún er hlýleg og sæt og með góða nærveru." Catalina tók vel í þá hugmynd að ævisaga hennar yrði rituð enda hefur hún ekki farið leynt með það að vera ósátt við hvernig fjölmiðlar hafa meðhöndlað mál sem tengjast henni. „Hún fær þarna tækifæri til að koma á framfæri sínu sjónarmiði í þessu undarlega máli og að segja ævisögu sína," segir Þórarinn. Jakob segir að saga Catalinu verði rakin aftur til Miðbaugs-Gíneu þar sem hún segir frá lífinu sem ung stúlka. „Með ævintýralegum hætti er koma hennar til landsins rakin, en Catalina kom hingað mjög ung," segir Jakob. „Hún var gift kona í Vestmannaeyjum í tíu til tólf ár og þegar því tímabili lauk kom hún til Reykjavíkur og ákvað að leggja fyrir sig vændi en kom þar að óspilltum markaði. Það vantaði svo sannarlega ekki upp á eftirspurnina þar en vændismarkaðurinn hér er mjög óþroskaður miðað við önnur lönd." linda@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira