Aníta Briem giftir sig í dag 20. ágúst 2010 13:30 Geislandi brúður Aníta Briem leikkona var geislandi á rauða dreglinum stuttu áður en hún hélt til Grikklands þar sem hún giftist unnusta sínum Dean Paraskevopoulus við hátíðlega athöfn í dag. nordicphotos/getty „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00
Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00