Lífið

Ástríðufull og óþolinmóð

Courteney Cox Arquette. MYND/Cover Media
Courteney Cox Arquette. MYND/Cover Media

Leikkonan Courteney Cox Arquette, 46 ára, á margt sameiginlegt með taugaveiklaða kokkinum Monicu Geller sem hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Friends frekar en einstæðu nýfráskildu Jules Cobb í þættinum Cougar Town sem sýndur er á þriðjudagskvöldum á Stöð 2.

Courteney segist elska báða karakterana en hallast að því að hún sjálf líkist Monicu í raunveruleikanum.

„Ég er ástríðufull og góður hlustandi eins og Monica," sagði Courteney og bætti við: „En ég get líka verið mjög óþolinmóð."

Spurð hvort vinkona hennar, leikkonan Jennifer Aniston, ætli að mæta sem gestaleikari í Cougar Town þáttinn svaraði Courteney:

„Engar ákvarðanir hafa verið teknar en ég er viss um að Jennifer kæmi í þáttinn ef hún væri ekki svona upptekin. Sú myndi skemmta sér á settinu!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.