Lífið

Fyrirmyndir Aniston

Jennifer Aniston. MYND/Cover Media
Jennifer Aniston. MYND/Cover Media

Leikkonan Jennifer Aniston, 41 árs, segir að hennar fyrirmyndir þegar kemur að klæðnaði og stíl eru leikkonurnar Cameron Diaz og Cate Blanchett.

Jennifer, sem er þekkt fyrir að vera elegant og smart í klæðaburði, viðurkennir að hún fylgist grannt vel með Cate, 41 árs, og Cameron, 37 ára.

„Ég elska að fylgjast með Cameron Diaz á rauða dreglinum. Mér finnst hún flott klædd og tignarleg," sagði Jennifer.

„Cate er hinsvegar mjög áhugaverð í klæðaburði. Hún er óhrædd við að prufa nýja hluti," sagði hún jafnframt.

Áttu þér fyrirmynd?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.