Federer enn ekki tapað setti í París

Roger Federer hefur enn ekki tapað einu einasta setti á opna franska meistaramótinu í tennis. Þessi besti tennisleikari heims sýndi enn einn snilldarleikinn í dag. Federer lagði þá Stanislav Wawrinka 6-3, 7-6 og 6-2 í fjórðu umferðinni. Federer hefur komist fjögur ár í röð í úrslitaleikinn í París en hann mætir hinum sænska Robin Söderling í næstu umferð.