Körfubolti

Snæfell skoraði 96 stig í Ljónagryfjunni og vann örugglega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson.
Jón Ólafur Jónsson. Mynd/Stefán
Snæfellingar unnu 26 stiga sigur á Njarðvík, 96-70, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Iceland Express deild karla í kvöld. Snæfellingar tóku völdin strax í byrjun leiks og voru komnir með 57 stig og 18 stiga forskot í hálfleik, 57-39.

Jón Ólafur Jónsson fór fyrir frábærum sóknarleik Snæfellinga sem skoruðu meðal annars 39 fleiri stig úr þriggja stiga skotum í þessum leik. Snæfell nýtti 15 af 37 þriggja stiga skotum sínum en aðeins 2 af 19 þriggja stiga skotum Njarðvíkur rötuðu rétta leið.

Njarðvíkingar hafa þar með tapað tveimur leikjum í röð og misstu Snæfellinga upp fyrir sig í 4. sætið með þessu tapi. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Þórs Gunnarssonar í þessum leik og munaði örugglega mikið um það þótt að skýri ekki alveg þetta stórtap.

Njarðvík-Snæfell 70-96 (39-57)

Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 28 (12 frák.), Jóhann Árni Ólafsson 11, Guðmundur Jónsson 9, Páll Kristinsson 7, Friðrik Stefánsson 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Sigurðsson 2, Rúnar Ingi Erlingsson 1.

Stig Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 25, Sean Burton 18 (7 stoðs.), Hlynur Bæringsson 15 (15 frák.), Sigurður Þorvaldsson 13, Sveinn Davíðsson 8, Emil Jóhannsson 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4, Berkis 3, Egill Egilsson 3, Gunnklaugur Smárason 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×