Lífið

Frikki Þór sló í gegn í Toronto

Í stuði á toronto Friðrik Þór er í miklu stuði á Toronto, hann er þar með tvær myndir: Mömmu Gógó og Sólskinsdrenginn. Hann sat fyrir svörum eftir sýninguna undir styrkri stjórn Steves Gravestock. Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi er með Friðriki Þór í Toronto. NordicPhotos/Getty
Í stuði á toronto Friðrik Þór er í miklu stuði á Toronto, hann er þar með tvær myndir: Mömmu Gógó og Sólskinsdrenginn. Hann sat fyrir svörum eftir sýninguna undir styrkri stjórn Steves Gravestock. Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi er með Friðriki Þór í Toronto. NordicPhotos/Getty

Friðrik Þór Friðriksson er staddur í Toronto þar sem hin árlega kvikmyndahátíð stendur nú yfir. Íslenski leikstjórinn er þar að sýna Mömmu Gógó með Kristbjörgu Kjeld, Hilmi Snæ og Gunnar Eyjólfssyni í aðalhlutverkum.

Friðrik sat fyrir svörum eftir frumsýningu myndarinnar á sunnudaginn og virtist hafa nokkuð gaman af ef marka má myndir frá sýningunni. Sá sem stjórnaði spurningaflóðinu var Steve Gravestock, mikill áhrifamaður á Toronto-hátíðinni, en með Friðriki í Toronto er Guðrún Edda Þórhannesdóttir, framleiðandi myndarinnar. Mamma Gógó er ekki eina mynd Friðriks á hátíðinni því Sólskinsdrengurinn er einnig sýndur í heimildarmyndaflokknum.

Mamma Gógó fékk síðan prýðilega dóma í kvikmyndarýnisbiblíunni Variety. Gagnrýnandinn John Anderson segir myndina ekki líta út fyrir að ná mikilli hylli vegna þess hversu stjörnulaus hún er og efnið viðkvæmt. En það sé nú eitthvað sem Friðrik Þór sé vanur að fást við með einstökum hætti. Anderson hrósar sérstaklega Kristbjörgu Kjeld sem hann segir að eigi stórleik í myndinni.

Þá segir Anderson að allt útlit myndarinnar þjóni tilgangi sínum og Ari Kristinsson fær rós í hnappagatið fyrir kvikmyndatökuna. Anderson finnst það einnig vel heppnað að skjóta myndbrotum úr 79 af Stöðinni inn í myndina. „Mamma Gógó mun hreyfa við öllum sem eiga foreldra og öllum sem búast við því að lifa það lengi að þeir verði gaga eins og Gógó." - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.