Eve leikur ársins hjá reynsluboltunum 13. janúar 2010 03:30 EVE Online var valinn leikur ársins hjá reynsluboltum vefsíðunnar mmorpg.com. Hilmar Veigar, forstjóri CCP, er ánægður með að taka hina leikina í bakaríið. „Þetta er elsta harðkjarnasíðan í þessum bransa. Við kunnum mjög vel að meta að hafa verið valin,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online. EVE Online var í vikunni valinn leikur ársins hjá vefsíðunni mmorpg.com, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar heiminum. „Þetta er sá blaðamannahópur sem erfiðast er að gera til geðs,“ segir Hilmar. „Þeir eru búnir að vera í þessum bransa í áratugi og kalla ekki allt ömmu sína.“ EVE Online er fjölspilunarleikur þar sem þúsundir notenda spila á sama tíma í sýndarheimi á Netinu. Leikurinn War of Worldcraft er stærsti fjölspilunarleikur heims, en hann hafnaði í öðru sæti í vali reynslubolta vefsíðunnar mmorpg.com. Aðspurður segir Hilmar að afrekið sé sérstakt vegna þess að EVE kom út árið 2003. „Það komu út nokkrir nýir og ferskir leikir í fyrra. Að við séum að taka þá í bakaríið er gaman,“ segir Hilmar á léttu nótunum. CCP sendi frá sér tvær uppfærslur fyrir EVE Online í fyrra sem féllu sérstaklega vel í kramið hjá gagnrýnendum og notendum. Takmark Hilmars og félaga hjá CCP hefur verið að ná notendafjölda EVE Online fram úr fjölda Íslendinga. Takmarkinu er náð í dag, áskrifendurnir eru orðnir fleiri en 330.000, en Íslendingar eru tæplega 318.000. „Það var svakalegur ágangur í EVE um jólin. Leikurinn hefur tekið góðan vaxtarkipp,“ segir Hilmar. Eru þið komin með nýtt takmark? „Við erum ekki alveg búin að „tjúna næsta target“ en eins og gangurinn er núna og viðurkenningin sem leikurinn er að fá þetta gamall, þá er augljóst að EVE hefur tækifæri til að fara talsvert hærra en í okkar villtustu draumum í upphafi.“ Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Þetta er elsta harðkjarnasíðan í þessum bransa. Við kunnum mjög vel að meta að hafa verið valin,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sem framleiðir tölvuleikinn EVE Online. EVE Online var í vikunni valinn leikur ársins hjá vefsíðunni mmorpg.com, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar heiminum. „Þetta er sá blaðamannahópur sem erfiðast er að gera til geðs,“ segir Hilmar. „Þeir eru búnir að vera í þessum bransa í áratugi og kalla ekki allt ömmu sína.“ EVE Online er fjölspilunarleikur þar sem þúsundir notenda spila á sama tíma í sýndarheimi á Netinu. Leikurinn War of Worldcraft er stærsti fjölspilunarleikur heims, en hann hafnaði í öðru sæti í vali reynslubolta vefsíðunnar mmorpg.com. Aðspurður segir Hilmar að afrekið sé sérstakt vegna þess að EVE kom út árið 2003. „Það komu út nokkrir nýir og ferskir leikir í fyrra. Að við séum að taka þá í bakaríið er gaman,“ segir Hilmar á léttu nótunum. CCP sendi frá sér tvær uppfærslur fyrir EVE Online í fyrra sem féllu sérstaklega vel í kramið hjá gagnrýnendum og notendum. Takmark Hilmars og félaga hjá CCP hefur verið að ná notendafjölda EVE Online fram úr fjölda Íslendinga. Takmarkinu er náð í dag, áskrifendurnir eru orðnir fleiri en 330.000, en Íslendingar eru tæplega 318.000. „Það var svakalegur ágangur í EVE um jólin. Leikurinn hefur tekið góðan vaxtarkipp,“ segir Hilmar. Eru þið komin með nýtt takmark? „Við erum ekki alveg búin að „tjúna næsta target“ en eins og gangurinn er núna og viðurkenningin sem leikurinn er að fá þetta gamall, þá er augljóst að EVE hefur tækifæri til að fara talsvert hærra en í okkar villtustu draumum í upphafi.“
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira