Lífið

Gerir heimildarmynd um friðarsúlu Ono

Fjögurra ára verkefni Ari Alexander hefur verið fjögur ár að gera heimildarmynd um friðarsúlu Yoko Ono. Ari fékk góðan aðgang að myndefni Lennon-hjónanna og birtast meðal annars brot úr viðtölum við John Lennon í myndinni.
Fjögurra ára verkefni Ari Alexander hefur verið fjögur ár að gera heimildarmynd um friðarsúlu Yoko Ono. Ari fékk góðan aðgang að myndefni Lennon-hjónanna og birtast meðal annars brot úr viðtölum við John Lennon í myndinni.

Ari Alexander Ergis kvikmyndagerðarmaður, hefur síðastliðin fjögur ár unnið að gerð heimildarmyndar í samstarfi við Jón Proppé um friðarsúlu Yoko Ono sem japanska listakonan tendrar hinn 9. október næstkomandi. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni því sjötíu ár verða þá liðin frá fæðingu eiginmanns hennar, bítilsins Johns Lennon.

Ari segist hafa hitt Yoko fyrst í París árið 1999 þegar hann var þá að gera mynd um íslenska listamanninn Erró. En Ono og Erró eru miklir vinir.

„Fyrir fjórum árum var ég síðan að vinna með sýningarstjóranum Hans Ultrich Obricht sem hafði tekið nokkur viðtöl við Yoko Ono. Þegar Yoko fór að skoða þennan möguleika; að setja upp friðarsúluna á Íslandi hljóp ég til Svanhildar Konráðsdóttur niður á Höfuðborgarstofu og sagði við hana að við yrðum að gera almennilega heimildarmynd um þetta, alveg frá byrjun," útskýrir Ari en þá hafði ekki verið ákveðið að reisa friðarsúluna úti í Viðey sem varð svo raunin.

Ari segir koma fram í myndinni að ein aðal­ástæðan fyrir því að Ísland var valið hafi verið að landið hafði engan her.

Myndin verður frumsýnd 8. október í Bíó Paradís, nýrri kvikmyndamiðstöð við Hverfisgötuna.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.