Viðskipti erlent

Risatúnfiskur seldur á 22 milljónir í Japan

Risavaxinn bláuggatúnfiskur var seldur á 22 milljónir kr. á uppboði á fiskmarkaði í Tokyo í Japan í vikunni. Er þetta hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir einstakan fisk í Japan á síðustu níu árum.

Í frétt á BBC um málið segir að fiskurinn hafi verið 232 kg að þyngd, var sum sé jafnþungur og fjórir meðalstóri japanskir karlmenn. Hann veiddist undan strönd eyjunnar Honshu en hafið þar er þekkt fyrir að gefa af sér gæðaafla.

Túnfiskur er mjög vinsæll matur í Japan en hann er einkum borðaður hrár í ýmsum sushi réttum. Kaupendur fisksins voru annarsvegar eitt af toppveitingahúsum Japans og athafnamaður frá Hong Kong sem rekur keðju af sushi stöðum þar í landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×