Lífið

Nær ekki toppnum

Nýjasta mynd Angelinu Jolie, Salt, var í öðru sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir í Bandaríkjununum.
Nýjasta mynd Angelinu Jolie, Salt, var í öðru sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir í Bandaríkjununum.
Nýjasta kvikmynd Angelinu Jolie, spæjaramyndin Salt, náði ekki að slá kvikmyndina Inception af toppi aðsóknarmestu kvikmynda í Bandaríkjunum. Myndin var frumsýnd um helgina og var búið að spá því að hún myndi velta draumamynd Christophers Nolan, Inception, úr sessi en sú er búin að sitja á toppnum frá því hún var frumsýnd í byrjun mánaðarins.

Í kvikmyndinni Salt leikur Angelina Jolie rannsóknarlögreglukonu hjá CIA sem er sökuð um að vera rússneskur njósnari.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.