Viðskipti innlent

Grunaðir um stórfelld brot gegn gjaldeyrishöftum

Seðlabankinn.
Seðlabankinn.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra grunar fyrrum starfsmenn Straums Fjárfestingabanka um stórfelld brot gegn gildandi gjaldeyrishöftum samkvæmt fréttavef Viðskiptablaðsins, vb.is.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa aðilar þegar verið yfirheyrðir vegna málsins auk þess sem embætti ríkislögreglustjórans hefur látið framkvæma húsleitir.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins þá snýr málið að eignarhaldsfélögum í eigu nokkurra fyrrum starfsmanna Straums Fjárfestingabanka, Glacier Capital Partners og Aseria, og varðar upphæð sem nemur um sjö prósent af allri gengisveltu í landinu.

Þá segir ennfremur að mennirnir séu grunaðir um að hafa víxlað andvirði 13 milljarða króna úr erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur á aflandsgengi framhjá gjaldeyrishöftunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008.

Viðurlög vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eru allt að tveggja ára fangelsi.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, auk Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands, hafa boðað til blaðamannafundar klukkan þrjú í dag vegna málsins.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum voru mennirnir ekki að störfum hjá Straumi þegar brotin áttu sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×