Pólitísk ráðning eða fagleg Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2010 06:00 Tengsla- og greiðaráðningar í opinberri stjórnsýslu eru henni til vansa. Þær hafa þó tíðkast hér á okkar litla landi og tíðkast enn. Velta má fyrir sér hversu mörg við þurfum að verða hér á Íslandi til þess að hægt verði að byggja hér upp alvöru faglegt ráðningarferli í öll opinber störf sem lögð eru upp með þeim hætti að ráða eigi í þau á faglegum forsendum. Eftir langt skeið skeið hægristjórnar á Íslandi með tilheyrandi ráðningum á vildarvinum um alla stjórnsýslu og dómskerfi voru margir vinstrimenn svo bláeygir að halda að þegar vinstristjórn tæki við völdum þá myndi kaflanum um tengsla- og greiðaráðningar í stjórnsýslusögunni ljúka, að minnsta kosti í bili. Það fór þó ekki svo þótt vera kunni að tengslaráðningarnar séu ekki alveg eins blygðunarlausar og áður. Um þetta tala mörg dæmi og sum splunkuný. Það er alls ekki skrýtið þegar ný pólitísk öfl taka við völdum að stjórnmálafólk, ráðherrar og sveitarstjórnarfólk til dæmis, vilji velja með sér fagfólk, fólk sem það þekkir og treystir. Það er hins vegar ámælisvert þegar hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Öllum á að vera ljóst hvaða stöður eru pólitískar stöður og hvaða stöður eru það ekki og ráðningarferlið í stöðurnar á að vera í samræmi við það. Aðstoðarmenn ráðherra eru pólitískt ráðnir. Það er öllum ljóst og ekki umdeilt. Þeir hverfa svo á braut um leið og ráðherrarnir. Hugsanlega er vilji fyrir því að fjölga slíkum pólitískum embættismönnum í stjórnsýslunni en ef það er gert þá verða stöðurnar að vera skilgreindar þannig og þeir sem þeim gegna að yfirgefa póstana um leið og ráðherrann. Það sjónarspil sem tíðkast í stjórnsýslunni, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að auglýsa starf eins og ráða eigi í það faglega en ráða svo á forsendum sem eru það greinilega ekki er óþolandi. Enginn á að þurfa að taka þátt í þeim leik, að sækja um starf sem auglýst er á faglegum forsendum og halda að hann komi til greina eins og hver annar umsækjandi en vakna svo upp við það að ráðið hafi verið pólitískt í starfið. Þarna má allt eins nefna dæmi úr sveitarstjórnargeiranum eins og frá ríkinu. Sveitarstjórnum er frjálst að ráða sveitarstjóra pólitískt. Sumar hafa þó kosið að auglýsa stöðurnar eins og ráða ætti í þær faglega en gengið svo fram hjá öllum umsækjendum og ráðið pólitískt á endanum. Þetta er dæmalaus vanvirðing við umsækjendur um starf. Kjarni málsins er gagnsæi. Hvert starf í stjórnsýslunni verður að vera skilgreint þannig að ef það á að vera faglegt og ópólitískt þá sé ráðið í það með þeim hætti og ráðningin sé þá í höndum faglegrar valnefndar. Ráðið er í slíkar stöður til mislangs tíma sem skilgreindur er fyrirfram, jafnvel æviráðið eins og enn tíðkast um einhver embætti. Um pólitískar stöður gegna svo allt aðrar reglur. Í þær er handvalið út frá allt öðrum forsendum. Klisjan um nýja Ísland, og það hvað við viljum sjá þar, er kannski orðin margþvæld. Ógagnsæjar tengsla- og greiðaráðningar eru samt áreiðanlega ekki meðal þess sem þorri fólks æskir að við tökum með okkur frá gamla Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun
Tengsla- og greiðaráðningar í opinberri stjórnsýslu eru henni til vansa. Þær hafa þó tíðkast hér á okkar litla landi og tíðkast enn. Velta má fyrir sér hversu mörg við þurfum að verða hér á Íslandi til þess að hægt verði að byggja hér upp alvöru faglegt ráðningarferli í öll opinber störf sem lögð eru upp með þeim hætti að ráða eigi í þau á faglegum forsendum. Eftir langt skeið skeið hægristjórnar á Íslandi með tilheyrandi ráðningum á vildarvinum um alla stjórnsýslu og dómskerfi voru margir vinstrimenn svo bláeygir að halda að þegar vinstristjórn tæki við völdum þá myndi kaflanum um tengsla- og greiðaráðningar í stjórnsýslusögunni ljúka, að minnsta kosti í bili. Það fór þó ekki svo þótt vera kunni að tengslaráðningarnar séu ekki alveg eins blygðunarlausar og áður. Um þetta tala mörg dæmi og sum splunkuný. Það er alls ekki skrýtið þegar ný pólitísk öfl taka við völdum að stjórnmálafólk, ráðherrar og sveitarstjórnarfólk til dæmis, vilji velja með sér fagfólk, fólk sem það þekkir og treystir. Það er hins vegar ámælisvert þegar hlutirnir eru ekki kallaðir réttum nöfnum. Öllum á að vera ljóst hvaða stöður eru pólitískar stöður og hvaða stöður eru það ekki og ráðningarferlið í stöðurnar á að vera í samræmi við það. Aðstoðarmenn ráðherra eru pólitískt ráðnir. Það er öllum ljóst og ekki umdeilt. Þeir hverfa svo á braut um leið og ráðherrarnir. Hugsanlega er vilji fyrir því að fjölga slíkum pólitískum embættismönnum í stjórnsýslunni en ef það er gert þá verða stöðurnar að vera skilgreindar þannig og þeir sem þeim gegna að yfirgefa póstana um leið og ráðherrann. Það sjónarspil sem tíðkast í stjórnsýslunni, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, að auglýsa starf eins og ráða eigi í það faglega en ráða svo á forsendum sem eru það greinilega ekki er óþolandi. Enginn á að þurfa að taka þátt í þeim leik, að sækja um starf sem auglýst er á faglegum forsendum og halda að hann komi til greina eins og hver annar umsækjandi en vakna svo upp við það að ráðið hafi verið pólitískt í starfið. Þarna má allt eins nefna dæmi úr sveitarstjórnargeiranum eins og frá ríkinu. Sveitarstjórnum er frjálst að ráða sveitarstjóra pólitískt. Sumar hafa þó kosið að auglýsa stöðurnar eins og ráða ætti í þær faglega en gengið svo fram hjá öllum umsækjendum og ráðið pólitískt á endanum. Þetta er dæmalaus vanvirðing við umsækjendur um starf. Kjarni málsins er gagnsæi. Hvert starf í stjórnsýslunni verður að vera skilgreint þannig að ef það á að vera faglegt og ópólitískt þá sé ráðið í það með þeim hætti og ráðningin sé þá í höndum faglegrar valnefndar. Ráðið er í slíkar stöður til mislangs tíma sem skilgreindur er fyrirfram, jafnvel æviráðið eins og enn tíðkast um einhver embætti. Um pólitískar stöður gegna svo allt aðrar reglur. Í þær er handvalið út frá allt öðrum forsendum. Klisjan um nýja Ísland, og það hvað við viljum sjá þar, er kannski orðin margþvæld. Ógagnsæjar tengsla- og greiðaráðningar eru samt áreiðanlega ekki meðal þess sem þorri fólks æskir að við tökum með okkur frá gamla Íslandi.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun