Innlent

Hærra frístundagjald

Mynd/GVA
Hækkanir verða á gjaldskrá frístundaheimila og frístundaklúbba Reykjavíkur á næsta ári. Við breytinguna hækkar frístundagjaldið um 20% og gjald á síðdegishressingu um 35%. Þetta þýðir að fyrir fólk með eitt barn í 5 daga vistun með síðdegishressingu hækkar gjaldið úr 10.515 krónum á mánuði í 12.940 krónur á mánuði.

Breytingin tekur gildi 1. febrúar 2011 en fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að gjaldskráin hafi verið óbreytt síðastliðinn þrjú ár. Frá sama tíma verður veittur 75% systkinaafsláttur af frístundagjaldi vegna annars barns og 100% systkinaafsláttur vegna þriðja og fjórða barns. Hægt er að kynna sér breytingarnar frekar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×