Innlent

Furðustrandir mest seld í Eymundsson

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eymundsson.
Eymundsson.
Furðustrandir, bók Arnaldar Indriðasonar, var mest selda skáldsagan í Eymundsson á þessu ári, samkvæmt nýjustu tölum. Á eftir Arnaldi kemur bókin „Ég man þig" eftir Yrsu Sigurðardóttur og því næst „Svar við bréfi Helgu" eftir Bergsvein Birgisson.

Mest selda fræðibókin var bókin „Eyjafjallajökull eftir Ara Trausta Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson. Mest selda unglingabókin var bókin „Stelpur" eftir systurnar Þóru Tómasdóttur og Kristínu Tómasdóttur. Ekki fást upplýsingar um það hversu mörg eintök seldust af bókunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×