Innlent

Magasin var rýmt vegna brunaboðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rýma þurfti Magasin á Store Torv vegna elds. Mynd/ Kristján.
Rýma þurfti Magasin á Store Torv vegna elds. Mynd/ Kristján.
Það varð uppi fótur og fit í Magasin á Store Torv í Kaupmannahöfn þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang þar seinni partinn í dag. Atvikið varð um hálfsex að staðartíma. Rýma þurfti húsið og viðskiptavinir þurftu að dúsa úti á götu á meðan að aðstæður voru kannaðar. En einungis fimmtán mínútum seinna var þeim hleypt inn í verslunina að nýju. Fram kemur á vef Danmarks Radio að brunavarnarkerfið hafi farið í gang vegna þess að það kviknaði í örbylgjuofni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×