Innlent

Dóttirin fær ekki svínaflensusprautu

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Við erum búin að hringja og hafa samband við fimm eða sex heilsugæslustöðvar og fáum alltaf sama svarið. Hún fær ekki svínaflensusprautu," segir Víkingur Birgisson. Hann er afar ósáttur við að tvítug dóttir hans fær ekki bólusetningu gegn svínainflúensu á heilsgæslustöð á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún er búsett á landsbyggðinni. Dóttir Víkings stundar nám í Reykjavík en hefur fengið þau tilmæli að hún þurfi að fara á „sína heilsugæslustöð."

„Þetta er frekar skrýtið sérstaklega þar sem það er verið að hvetja fólk til að fara í sprautu," segir Víkingur. Fjölskyldan er búsett skammt frá Flúðum og segist Víkingur sjálfur hafa fengið bólusetningu á síðasta ári í heilsugæslustöðinni í Laugarási.

Víkingur segir brýnt að breyta þessu vinnulagi svo fólk af landsbyggðinni þurfi ekki að ferðast langar leiðir einungis til að fá svínaflensusprautu. „Þetta virðist vera þannig að þú færð ekki einu sinni sprautu þótt þú búir á Akureyri eða Langanesi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×