Næstsíðasta umferð Iceland Express-deildar karla heldur áfram í kvöld en þá verða þrír leikir á dagskrá. Stórleikur kvöldsins er viðureign KR og Keflavíkur í DHL-höllinni.
KR-ingar geta tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri í kvöld. Þrjú lið eiga enn möguleika á deildarmeistaratitlinum, auk KR eru það Keflavík og Grindavík.
KR þarf að vinna annað hvort Keflavík í kvöld eða Snæfell á fimmtudaginn til að tryggja sér efsta sætið.
Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15 en á Sauðárkróki munu Tindastóll og ÍR mætast í hörkuslag þar sem bæði lið berjast um sæti í úrslitakeppninni.
Leikir kvöldsins:
19:15 KR-Keflavík
19:15 Grindavík-FSu
19:15 Tindastóll-ÍR