Klovn á hvíta tjaldið 6. mars 2010 05:30 Kvikmynd í bígerð Casper Christiansen og Frank Hvam eru að gera kvikmynd um Klovn-tvíeykið. Ekki liggur þó fyrir hvenær myndin fer í tökur.Fréttablaðið/Anton Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Aðdáendur danska grínparsins Franks Hvam og Caspers Christiansen þurfa ekki að kvíða neinum þurrki. Danskir fjölmiðlar greina nefnilega frá því að félagarnir séu með stórt verkefni í smíðum. Danska Ekstra Bladet greindi frá því í vikunni að Klovn-dúettinn væri að skrifa handrit að kvikmynd. Ekstra Bladet hefur eftir Casper að þeir séu komnir vel á veg með handritið en að þeir viti ekkert hvort og hvenær kvikmyndin sjálf verður að veruleika. „Við vitum ekkert hvort þetta verður að veruleika en við skemmtum okkur konunglega við að skrifa handritið,“ sagði Casper í samtali við Ekstra Bladet. Casper tekur hins vegar fram að þeir leggi sig mikið fram við að skrifa handrit að kvikmynd. Ekki að einum löngum þætti. „Þetta á að vera bíómynd með endi og það sem er kannski mikilvægast er að Frank fær að þróast og þroskast sem persóna. Og svo lendir hann náttúrlega í einhverju svakalegu,“ hefur Ekstra Bladet eftir Casper. Klovn hefur verið einn vinsælasti þáttur Dana undanfarin ár og vinsældir hans rötuðu alla leið til Íslands þar sem þeir Casper og Frank eru hálfgerðar ofurstjörnur. Þættirnir lýsa hinu vandræðalega lífi Franks og samskiptum hans við kærustuna sína og vin sinn Casper sem er einstaklega lunkinn við að koma þeim félögum í ótrúlegar aðstæður. Sex þáttaraðir hafa verið framleiddar og ekki er útséð með að fleiri verði gerðar. Kumpánarnir hafa líka hafið framleiðslu á bjór sem enn hefur ekki ratað hingað. Frank og Casper eru miklir Íslandsvinir; Frank leikur eitt aðalhlutverkanna í gamanheimildarþáttaröð Gunnars Hanssonar um norrænt grín og Casper og eiginkona hans, Iben Hjejle, hafa vanið komur sínar til Reykjavíkur undanfarin ár, dvöldu meðal annars í höfuðborginni um síðustu jól
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira