Sport

Átta liða úrslit í NFL um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brett Favre gæti leikið sínn síðasta leik á ferlinum á sunnudag.
Brett Favre gæti leikið sínn síðasta leik á ferlinum á sunnudag.

Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst um síðustu helgi þegar hinir svolkölluðu "Wild Card-leikir" voru spilaðir. Um helgina fara síðan fram undanúrslit í deildunum tveimur, Ameríku- og Þjóðardeild, sem eru í raun átta liða úrslit NFL-deildarinnar.

Flestra augu verða á leik Dallas Cowboys og Minnesota Vikings sem fer fram á sunnudag. Hinn aldni leikstjórnandi, Brett Favre, fer fyrir liði Vikings gegn hinum unga og efnilega leikstjórnanda Cowboys, Tony Romo.  Favre var átrúnaðargoð Romo á sínum tíma og því stór leikur fyrir Romo.

Fari svo að Vikings tapi leiknum, líkt og margir spá, verður það líklega síðasti leikur Favre á ferlinum.

Einnig verður áhugavert að fylgjast með viðureign Baltimore Ravens og Indianapolis Colts.

Ravens slátraði Tom Brady og félögum í Patriots um síðustu helgi og taka núna á besta leikmanni deildarinnar, Peyton Manning, og félögum hans í Colts sem eru taldir líklegir til afreka.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur:

New Orleans Saints - Arizona Cardinals

Indianapolis Colts - Baltimore Ravens

Sunnudagur:

Minnesota Vikings - Dallas Cowboys

San Diego Chargers - NY Jets




Fleiri fréttir

Sjá meira


×