Íslandsmeistarar Vals í handbolta tryggðu sér sæti í 2. umferð EHF-keppninnar í handbolta Í dag þegar liðið náði 30-30 jafntefli við Iuventa frá Slóvakíu. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli með fimm mörkum um síðustu helgi.
Markvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir fylgdi eftir frábærum fyrri leik með því að verja aftur yfir 22 skot í leiknum í dag. Hrafnhildur Skúladóttir var markahæst með 7 mörk og Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fimm mörk..
Valur mætir því þýska liðinu VfL Oldenburg í 2. umferð keppninnar og eiga leikirnir að fara fram í október nánar til getið helgarnAR 16.-17. og 23.-24. október.
