Sport

Eigandi NY Yankees látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn NY Yankees syrgja fráfall Steinbrenner í dag. Hann sést hér með konu sinni og dóttur.
Stuðningsmenn NY Yankees syrgja fráfall Steinbrenner í dag. Hann sést hér með konu sinni og dóttur.

Eitt stærsta nafnið í bandarískum íþróttaheimi, George Steinbrenner, lést í dag, 80 ára að aldri. Dánarorsök var hjartaáfall.

Steinbrenner var eigandi hafnaboltaliðsins New York Yankees og þar byggði hann upp íþróttastórveldi.

Hann var einfaldlega kallaður "The Boss" enda stýrði hann félaginu með harðri hendi. Steinbrenner var mikill nagli eins og leikmenn og þjálfarar Yankees í gegnum tíðina hafa fengið að kynnast.

Hann var afar kröfuharður og ekkert nema meistaratitill gerði hann ánægðan. Frá því hann tók við liðinu árið 1973 vann Yankees sjö meistaratitla.

Margir þekkja Steinbrenner úr Seinfeld-þáttunum vinsælu þar sem persóna hans var skrumskæld á listilegan hátt af Larry David.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×