Körfubolti

Ingi Þór: Ætlum okkur alla leið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Anton

„Leikirnir við Grindavík hafa verið skemmtilegir í vetur. Þeir unnu báða deildarleikina en við unnum leikinn sem skipti máli, bikarúrslitaleikinn," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, en hann mætir alls óhræddur í rimmuna við Grindavík í kvöld.

"Við erum að fara í jafnan leik og það er bara gaman. Við ætlum okkur að fara alla leið í þessari keppni eins og öll önnur lið."

Snæfell varð í sjötta sæti í deildinni en það er ekki til það lið sem vanmetur Snæfell og margir eru á því að Snæfell geti hæglega farið alla leið og unnið titilinn.

„Við höfum tapað leikjum sem við áttum fyrirfram að vinna. Deildin er bara það sterk að ef menn mæta ekki með hausinn í lagi þá er þeim refsað. Sigurinn í bikarnum tók líka sinn toll og við tókum dýfu eftir það. Við söknuðum líka Hlyns mikið þá," sagði Ingi en allir hans leikmenn, að Sean Burton, eru í toppstandi.

„Sean meiddist aðeins á æfingu í upphafi vikunnar. Hann á samt að vera klár í leikinn. Aðrir eru bara flottir og klárir í hasarinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×