Söngkonan Whitney Houston var lögð inn á spítala í París í fyrradag og útskrifaðist af honum í gær. Í kjölfar þess að hún var lögð inn frestaði umboðsmaður hennar nokkrum tónleikum og aflýsti. Fjölmiðlar voru fljótir að grípa gæsina og héldu því flestir fram að hún væri aftur sokkin í eiturlyfjaneysluna sem hún var kunn fyrir í áratug.
"Þetta er fáránlegt. Mér líður frábærlega og er til í að halda tónleikaferðinni áfram. Heilsan er fín. Ég er bara viðkvæm fyrir ofnæmisviðbrögðum á þessum árstíma," segir söngkonan.
Houston er að fylgja eftir plötunni I Look To You sem kom út í fyrra, sinni fyrstu í sjö ár. Tónleikaferðin byrjaði fyrir nokkrum vikum í Ástralíu þar sem viðbrögðin voru hræðileg. Aðdáendur gengu út og gagnrýnendur hökkuðu hana í sig. Hún var ekki sögð ná háu tónunum og jafnvel leika nokkur lög af bandi.
Whitney segir spítaladvölina út af ofnæmi
