Dugar frysting launa til? Ólafur Stephensen skrifar 9. júní 2010 06:00 Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda. Rök ráðherrans fyrir þessari tillögu eru einföld: Það eru ekki til neinir peningar til að hækka laun opinberra starfsmanna. Ef laun opinberra starfsmanna hækkuðu, yrði að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem héldu vinnunni. Talsmenn opinberra starfsmanna virðast hafa takmarkaðan skilning á þessum tiltölulega einföldu sannindum, ef marka má viðbrögð þeirra við grein ráðherrans. Þeir eru bæði á móti launafrystingu og uppsögnum opinberra starfsmanna. Tillögur þeirra um hvernig eigi þá að loka fjárlagagatinu eru hins vegar í bezta falli óljósar. Tvær leiðir eru til að rétta af hallann á ríkissjóði. Að skera niður kostnaðinn og hækka skattana. Lækkun kostnaðar um tugi milljarða mun óhjákvæmilega koma niður á opinberum starfsmönnum, svo hátt er hlutfall launa í kostnaði ríkisins. Verði sú leið ekki farin þýðir það aðeins eitt, að almenningur þarf að borga hærri skatta. Það er sú krafa, sem forsvarsmenn ríkisstarfsmanna gera í raun ef þeir ætla bæði að krefjast hærri launa og leggjast gegn því að nokkur maður í þjónustu ríkisins missi vinnuna vegna niðurskurðar. Félagsmálaráðherrann virðist vera að leita að leið til að framkvæma niðurskurðinn með sem sársaukaminnstum hætti; að verja störf fólks hjá ríkinu með því að frysta launagreiðslur. Hugsanlega stendur valið á milli uppsagna og launafrystingar. En það getur líka verið að launafrysting dugi alls ekki til; uppsagnir verði einnig að koma til. Sú staða, sem ríkisstjórnin er í, er ekki öfundsverð en heldur ekkert einsdæmi. Frá flestum vestrænum ríkjum berast nú fréttir af miklum niðurskurði fjárlaga með launalækkunum, uppsögnum, sameiningum og lokun ríkisstofnana. Þetta er sá kaldi raunveruleiki sem ekki þýðir annað en að horfast í augu við. Í góðærinu var þjónusta ríkisins þanin of hratt út. Ríkisstarfsmönnum fjölgaði meira en starfsmönnum á almennum vinnumarkaði og launahækkanir þeirra komu iðulega á undan hækkunum á almenna markaðnum. Nú er ekki innstæða lengur fyrir þessari útþenslu ríkisútgjaldanna. Atvinnulíf og verðmætasköpun í landinu ber ekki ríkiskerfi af núverandi stærðargráðu. Grein félagsmálaráðherrans er til marks um að hann horfir raunsætt á málin og er reiðubúinn að beita sér fyrir erfiðum en nauðsynlegum ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda. Rök ráðherrans fyrir þessari tillögu eru einföld: Það eru ekki til neinir peningar til að hækka laun opinberra starfsmanna. Ef laun opinberra starfsmanna hækkuðu, yrði að segja upp fólki til að standa undir kauphækkunum til þeirra sem héldu vinnunni. Talsmenn opinberra starfsmanna virðast hafa takmarkaðan skilning á þessum tiltölulega einföldu sannindum, ef marka má viðbrögð þeirra við grein ráðherrans. Þeir eru bæði á móti launafrystingu og uppsögnum opinberra starfsmanna. Tillögur þeirra um hvernig eigi þá að loka fjárlagagatinu eru hins vegar í bezta falli óljósar. Tvær leiðir eru til að rétta af hallann á ríkissjóði. Að skera niður kostnaðinn og hækka skattana. Lækkun kostnaðar um tugi milljarða mun óhjákvæmilega koma niður á opinberum starfsmönnum, svo hátt er hlutfall launa í kostnaði ríkisins. Verði sú leið ekki farin þýðir það aðeins eitt, að almenningur þarf að borga hærri skatta. Það er sú krafa, sem forsvarsmenn ríkisstarfsmanna gera í raun ef þeir ætla bæði að krefjast hærri launa og leggjast gegn því að nokkur maður í þjónustu ríkisins missi vinnuna vegna niðurskurðar. Félagsmálaráðherrann virðist vera að leita að leið til að framkvæma niðurskurðinn með sem sársaukaminnstum hætti; að verja störf fólks hjá ríkinu með því að frysta launagreiðslur. Hugsanlega stendur valið á milli uppsagna og launafrystingar. En það getur líka verið að launafrysting dugi alls ekki til; uppsagnir verði einnig að koma til. Sú staða, sem ríkisstjórnin er í, er ekki öfundsverð en heldur ekkert einsdæmi. Frá flestum vestrænum ríkjum berast nú fréttir af miklum niðurskurði fjárlaga með launalækkunum, uppsögnum, sameiningum og lokun ríkisstofnana. Þetta er sá kaldi raunveruleiki sem ekki þýðir annað en að horfast í augu við. Í góðærinu var þjónusta ríkisins þanin of hratt út. Ríkisstarfsmönnum fjölgaði meira en starfsmönnum á almennum vinnumarkaði og launahækkanir þeirra komu iðulega á undan hækkunum á almenna markaðnum. Nú er ekki innstæða lengur fyrir þessari útþenslu ríkisútgjaldanna. Atvinnulíf og verðmætasköpun í landinu ber ekki ríkiskerfi af núverandi stærðargráðu. Grein félagsmálaráðherrans er til marks um að hann horfir raunsætt á málin og er reiðubúinn að beita sér fyrir erfiðum en nauðsynlegum ákvörðunum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun