Ágústa Edda Björnsdótttir, leikmaður Vals, segir liðið vera vel undirbúið fyrir átök vetrarins en Valur varð í kvöld meistari meistaranna eftir sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ, 25-23.
„Mér fannst þetta fínn leikur og framhald á því sem verið hefur á milli þessara liða. Þetta er alltaf mikil barátta og skemmtilegir leikir. En úrslitin voru góð í kvöld, sem betur fer," sagði hún.
„Seinni hálfleikur var betri hjá okkur. Við gerðum mikið af mistökum í fyrri hálfleik og það vill oft verða í leikjum þessara liða og er ekkert nýtt."
Henni líst vel á veturinn sem er framundan. „Ég held að það hafi hjálpað okkur að hafa byrjað tímabilið fyrr með Evrópuleikjunum. Það stefnir í að þessi tvö lið munu berjast um titlana í vetur þó svo að einhver lið munu sjálfsagt koma á óvart."
Ágústa Edda: Alltaf baráttuleikir gegn Fram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn





Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn