Handbolti

Einar: Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Anton

„Ég var aldrei smeykur og mér fannst við gera þetta nokkuð sannfærandi. Við vorum að skora mikið af hraðaupphlaupsmörkum en þau hefðu getað orðið enn fleiri.

Ég er annars fyrst og fremst stoltur af liðinu að hafa komið sér í höllina," sagði Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, eftir 20-29 sigur þess gegn FH í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í Kaplakrika í kvöld.

Einar ítrekar þó að markmið liðsins sé að fara alla leið og vinna bikarinn.

„Nú erum við búin að stíga þetta næst síðasta skref að titlinum en það er enn eitt skref eftir og það er úrslitaleikurinn og við þurfum að halda einbeitingu áfram til að ná því markmiði sem við settum okkur í upphafi móts, að vinna bikarinn," sagði Einar að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×