Lífið

Þyngdist um 5 kg á 5 vikum

Julia Roberts. MYND/Cover Media
Julia Roberts. MYND/Cover Media

Leikkonan Julia Roberts, 42 ára, bætti á sig 5 kílóum á fimm vikum við tökur á kvikmyndinni Eat, Pray, Love.

Myndin „Eat, Pray, Love" sem er byggð á ævisögu rithöfundarins Elizabeth Gilbert sem ferðast um heiminn til að komast yfir erfiðan skilnað, var tekin upp á Ítalíu og Indlandi meðal annars.

Á meðan á tökunum stóð þurfti Julia að leggja sér til munns mikið magn af pizzum og pasta. Á tímabili hætti hún að nærast áður en hún mætti á tökustað því þar biðu hennar krásirnar og það nánast daglega.

„Ég fékk mér ekki morgunmat áður en við byrjuðum að taka upp því ég var stöðugt látin borða pizzur. Einn morguninn borðaði ég til að mynda átta pizzur á 45 mínútum," sagði Julia.

„Skyndilega voru buxurnar orðnar allt of þröngar í mittið og þá ákvað ég að sleppa brauðinu."

Eiginmaður Juliu, Danny Moder, fylgdi henni á meðan á tökum stóð og sömuleiðis börnin þeirra. Tviburarnir Hazel og Phinnaeus, 5 ára, og Henry, 3 ára.

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsins á síðunni okkar á Facebook í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.