Ó Akureyri Brynhildur Björnsdóttir skrifar 30. júlí 2010 10:00 Þegar vinir mínir mæra erlendar stórborgir lygni ég aftur augunum og hugsa um borgina í norðri sem ég vissi alltaf af en kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum, borgina sem fyrir mér hefur flest það til að bera sem góð útlönd getur prýtt. Á Akureyri er gaman að versla, þar er til dæmis uppáhaldsskóbúðin mín sem hefur kætt og skætt alla fjölskylduna árum saman, tískubúðir með annan varning en fæst á minni heimaslóð og síst dýrari, frábær bókabúð með miklu úrvali af bókum, blöðum og dóti fyrir alla og dásamleg forngripaverslun, full af sögu og fjársjóðum. Og ekki má gleyma lífsstilsversluninni Sirku sem er skylda að heimsækja að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Á Akureyri er hægt að fara á alls konar tónleika oft í viku á sumrin og svo er hægt að labba niður Listagilið og kíkja á spennandi listsýningar og söfn. Um allan miðbæinn er lika fullt af litlum galleríum og hönnunarverkstæðum sem gaman er að skoða. Á Akureyri eru skemmtileg kaffihús með góðu kaffi og stemmingu (Bláa kannan, einhver?), bestu pítsur landsins á Greifanum og fortíðarþráin á Bautanum. Það er líka hægt að sökkva sér í matarmenningu innfæddra og rúnta í Leiru- eða Gellunestið og fá sér hamborgara með frönskum á milli eða kók í gleri og eina með öllu (og mest rauðkáli) eða dýfa tungu í hinn fræga Brynjuís sem ekki öllum finnst góður en er samt þess virði að smakka til að vera með í umræðunni. Á Akureyri er gaman að vera með börn. Frábær sundlaug með buslupolli og alls konar skemmtilegum rennibrautum og þar beint fyrir ofan leikvöllur með trampólíni og hoppikastala, mínígolfi og rafmagnsbílum. Á akureyrskum róluvöllum (sem finnast víða) eru skemmtileg leiktæki og mjúkar gúmmíhellur í kringum rennibrautir og rólur svo það er ekkert vont að detta. Það er ekkert nauðsynlegt að vera á bíl en fyrir þá sem svo eru búnir má benda á Kjarnaskóg, Jólahúsið, Smámunasafnið, Safnasafnið og sundlaugina á Hrafnagili. Og svo er Akureyri falleg, hvort heldur staðið er uppi í brekku og horft yfir landslagið eða göturnar með gömlu húsunum þræddar. Innbærinn, Lystigarðurinn... er ég að gleyma einhverju? Já, fjölmörgu. Fyrir nú utan allt sem ég á eftir að uppgötva. Og svo er alltaf gott veður. Þannig að þið megið eiga ykkar útlönd fyrir mér: Akureyri er mín sumarleyfisparadís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar vinir mínir mæra erlendar stórborgir lygni ég aftur augunum og hugsa um borgina í norðri sem ég vissi alltaf af en kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum, borgina sem fyrir mér hefur flest það til að bera sem góð útlönd getur prýtt. Á Akureyri er gaman að versla, þar er til dæmis uppáhaldsskóbúðin mín sem hefur kætt og skætt alla fjölskylduna árum saman, tískubúðir með annan varning en fæst á minni heimaslóð og síst dýrari, frábær bókabúð með miklu úrvali af bókum, blöðum og dóti fyrir alla og dásamleg forngripaverslun, full af sögu og fjársjóðum. Og ekki má gleyma lífsstilsversluninni Sirku sem er skylda að heimsækja að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Á Akureyri er hægt að fara á alls konar tónleika oft í viku á sumrin og svo er hægt að labba niður Listagilið og kíkja á spennandi listsýningar og söfn. Um allan miðbæinn er lika fullt af litlum galleríum og hönnunarverkstæðum sem gaman er að skoða. Á Akureyri eru skemmtileg kaffihús með góðu kaffi og stemmingu (Bláa kannan, einhver?), bestu pítsur landsins á Greifanum og fortíðarþráin á Bautanum. Það er líka hægt að sökkva sér í matarmenningu innfæddra og rúnta í Leiru- eða Gellunestið og fá sér hamborgara með frönskum á milli eða kók í gleri og eina með öllu (og mest rauðkáli) eða dýfa tungu í hinn fræga Brynjuís sem ekki öllum finnst góður en er samt þess virði að smakka til að vera með í umræðunni. Á Akureyri er gaman að vera með börn. Frábær sundlaug með buslupolli og alls konar skemmtilegum rennibrautum og þar beint fyrir ofan leikvöllur með trampólíni og hoppikastala, mínígolfi og rafmagnsbílum. Á akureyrskum róluvöllum (sem finnast víða) eru skemmtileg leiktæki og mjúkar gúmmíhellur í kringum rennibrautir og rólur svo það er ekkert vont að detta. Það er ekkert nauðsynlegt að vera á bíl en fyrir þá sem svo eru búnir má benda á Kjarnaskóg, Jólahúsið, Smámunasafnið, Safnasafnið og sundlaugina á Hrafnagili. Og svo er Akureyri falleg, hvort heldur staðið er uppi í brekku og horft yfir landslagið eða göturnar með gömlu húsunum þræddar. Innbærinn, Lystigarðurinn... er ég að gleyma einhverju? Já, fjölmörgu. Fyrir nú utan allt sem ég á eftir að uppgötva. Og svo er alltaf gott veður. Þannig að þið megið eiga ykkar útlönd fyrir mér: Akureyri er mín sumarleyfisparadís.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun