Lífið

Bjarnólfur gæti verið íslenski Duncan

Bjarnólfur spilaði með Scunthorpe United áður en hann gekk til liðs við ÍBV og síðar KR.
Bjarnólfur spilaði með Scunthorpe United áður en hann gekk til liðs við ÍBV og síðar KR.
„Félagarnir hafa verið að gera grín að þessu og sagt að þetta gæti verið maður sjálfur þarna," segir knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Bjarnólfur Lárusson.

Auglýsing Ara Eldjárns þar sem hann bregður sér í hlutverk Garys Duncan, fyrrum leikmanns Scunthorpe United í Englandi, hefur slegið í gegn að undanförnu. Bjarnólfur lék einmitt með Scunthorpe fyrir áratug og ber því taugar til félagsins. Hann er ánægður með auglýsingu Ara og alls ekkert móðgaður. „Ég trúði því ekki að það væri Íslendingur að leika þetta því þetta er svo vel gert. Það er líka mjög gaman að sjá gamla heimavöllinn þarna. Hann gerir þetta fagmannlega," segir Bjarnólfur, sem lék 33 leiki með Scunthorpe á sínum tíma. „Ég var þarna eitt tímabil og þetta var virkilega skemmtilegur tími. Ég kom síðan heim eftir þetta."

Að sögn Bjarnólfs er grín Ara ekki það fyrsta sem er gert á kostnað Scunthorpe United. „Þetta er alveg nyrst í Englandi. Þetta nafn er sérkennilegt og það hefur verið í söngtextum og öðru slíku. Þeir myndu ekki kippa sér upp við þetta íbúar Scunthorpe. En þetta var mjög vel heppnað hjá honum." Sjálfur hefur Bjarnólfur ekki verið í neinum samskiptum við klúbbinn eftir að hann sagði skilið við hann en hefur þó heimsótt gamla heimavöllinn tvisvar eftir að hann kvaddi Scunthorpe, en liðið leikur núna í ensku 1. deildinni.

Bjarnólfur segir að týpur eins og Gary Duncan séu margar í Bretlandi. „Það er svolítið mikið af knattspyrnusérfræðingum þarna úti en þetta er kannski ýktasta týpan." -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.