Lífið

Engin breyting eftir giftingu

Salma Hayek. MYND/Cover Media
Salma Hayek. MYND/Cover Media

Leikkonan Salma Hayek, 43 ára, segir að samband hennar og François-Henri Pinault, sem hún giftist árið 2009, hafi alls ekkert breyst síðan þau giftu sig.

Hjónin, sem eiga saman 2 ára dóttur, Valentinu, hættu saman þegar stelpan var aðeins 9 mánaða gömul en í dag eru þau hamingjusöm með fyrirkomulagið.

„Ég vissi alltaf að samband okkar var og yrði mjög gott og það hefur ekkert breyst síðan við giftumst," sagði Salma spurð út í hjónabandið.

„Ég hafði alltaf þráð að eignast félaga sem ég væri fær um að eldast með og þess vegna vildi ég gifta mig. En samband okkar er alveg eins og það var fyrir brúðkaupið okkar," sagði hún.

„Francois er mikið fjarverandi en hann er samt alltaf til staðar ef og þegar ég þarf á honum að halda. Þannig er okkar sambandi háttað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.