Lífið

Verðandi brúður á barmi taugaáfalls

Katy Perry. MYND/Cover Media
Katy Perry. MYND/Cover Media

Söngkonan Katy Perry, 25 ára, sem er í stífri megrun, er mjög nálægt því að fá taugaáfall fyrir brúðkaupið sitt að eigin sögn.

Seinna á þessu ári ætlar Katy að ganga að eiga breska grínistann Russell Brand, 35 ára, en þau reyna allt hvað þau geta til að halda því sem koma skal á brúðkaupsdaginn leyndu.

Söngkonan segist hinsvegar vera tilbúin að uppljóstra hvað hún er stressuð fyrir stóra daginn.

„Ég er komin með nóg af því að planleggja allt fyrir brúðkaupið akkúrat núna. Mér skilst að margar konur fái taugaáfall á meðan á undirbúningnum stendur og ég er við það að fá áfall," sagði Katy.

Hún viðurkennir að söngkonan Rihanna og fleiri vinkonur hennar ætla að gæsa hana fyrir stóra daginn og að hún viti alls ekkert um hvað partíið á að snúast.

„Ég ætla ekki einu sinni að hugsa um gæsapartíið. Ég hef um svo margt að hugsa núna og er fegin að þurfa ekki líka að plana það."

Hvaða varagloss notar þú? Svara hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.