Lífið

Logi Geirsson stofnar fótboltalið

Logi Geirsson og Maggi Mix munu keppa á móti stjörnuliði yngri flokka FH á morgun.
Logi Geirsson og Maggi Mix munu keppa á móti stjörnuliði yngri flokka FH á morgun. Mynd/Vilhelm

Logi Geirsson landsliðsmaður í handknattleik hefur stofnað nýtt stjörnulið í knattspyrnu. Hann hefur hóað í marga þekkta einstaklinga sem saman koma til með að mynda firna sterkt knattspyrnulið, sem að sögn Loga myndi vera í toppbaráttu í Pepsi-deildinni.

Meðal þeirra sem verða í liði Loga eru Egill Gillzenegger, Maggi Mix og sjónvarpskokkurinn Rikka en einnig verða gamlar kempur úr fótboltanum á borð við Viðar Halldórsson fyrrverandi landsliðsmann í knattspyrnu.

Fyrsti leikur þessa nýja stjörnuliðs verður á morgun, laugardag, kl. 15:00 á Kaplakrikavelli en þá mun liðið mæta úrvalsliði yngri flokka þjálfara FH.

Leikurinn verður liður í upphitun stuðningsmanna FH fyrir úrslitaleik VISA bikarsins í karlaflokki en þar eigast við FH og KR. Í framhaldi af leiknum fer síðan fram Fjölskylduhátíð FH í Kaplakrika þar sem dagskráin verður troðin af frábærum atriðum úr öllum áttum auk þess sem grillað verður ofan í gesti og sérstakt bikartilboð verður á pylsum, Svala og FH-bolum.

Dagskráin hefst kl. 15:00 og stendur til kl. 16:45 en þá fara fríar rútur úr Kaplakrika á Laugardalsvöll þar sem leikurinn fer fram.

Viðtal við Loga Geirsson, stofnanda Stjörnuliðs Loga Geirs, og Friðrik Dór Jónsson, söngvara og meðlim úrvalsliðs yngri flokka þjálfara FH, má sjá hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.