Lífið

Múgsefjun í tónleikaferð

Hljómsveitin Múgsefjun er á leiðinni í stutt tónleikaferðalag.
Hljómsveitin Múgsefjun er á leiðinni í stutt tónleikaferðalag.
Múgsefjun hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Þórðargleði. Þetta er annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu hljómsveitarinnar sem kemur út næsta vetur. Af þessu tilefni heldur Múgsefjun í stutta tónleikaferð.

Sveitin spilar á tónlistarhátíðinni Gærunni á Sauðárkróki í kvöld og svo verður hún á Gamla bauk á Húsavík annað kvöld. Ferðinni lýkur með tónleikum á Faktorý í Reykjavík í næstu viku. Þar koma Nóra og Nista einnig fram. Tónleikarnir um helgina verða þeir fyrstu hjá Múgsefjun eftir vel heppnaða tónleikaferð til Þýskalands og Danmerkur í vor.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.