Greiðir fyrir að virðast vera geðveikt fínn gaur 13. ágúst 2010 10:00 Simon Cowell leggur orð í belg á góðgerðarsamkomu í London í september í fyrra. fréttablaðið/getty Dálkahöfundurinn Frank DiGia-como hjá dagblaðinu New York Daily News segir í nýjum pistli að Idol-dómarinn Simon Cowell hagræði niðurstöðum á leitarvélum eins og Google til að líta vel út. Simon er reyndar ekki sakaður um að sitja sveittur við lyklaborðið heldur nýtir hann þjónustu sérstakra fyrirtækja sem hagræða niðurstöðum leitarvéla fólki í hag. Fyrirtækin kallast SEO, eða Search Engine Optimization. DiGiacomo segist hafa heimildarmenn í herbúðum Cowells sem segjast vera sannfærðir um að hann nýti þjónustu fyrirtækjanna. Talsmaður Cowell, hin breska Ann-Marie Thompson, vísar þessum ásökunum á bug og segist finna lykt af samsæriskenningu. Það þarf þó aðeins að slá nafn Cowells í leitarvél til að berja dýrðina augum. Óvísindalegt próf Fréttablaðsins leiddi til að mynda í ljós að þegar nafnið Simon Cowell er slegið inn í Google-leitarvélina birtast neikvæðu fréttirnar ekki á fyrstu síðunum. Flestar fréttirnar fjalla um góðgerðarmál Cowell, frægð hans og frama – sem er óumdeilanlegur. Það væri gott og blessað ef hann væri ekki jafn umdeildur maður og hann sannarlega er. Bloggarinn Hans Ebert vann eitt sinn hjá útgáfurisunum EMI og Universal. Hann bloggar reglulega um tónlist og 5. ágúst síðastliðinn útskýrði hann hvers vegna American Idol verði betra án Simon Cowell. Hann sagði Cowell vera Söruh Palin tónlistarbransans og að hann þyki ekki töff í heimalandi sínu Englandi. Þá segir hann skoðanir Cowells á tónlist ávallt höfða til lægsta samnefnarans. Samkvæmt heimildum Franks DiGia-como var færsla Eberts „tekin úr sambandi“ skömmu eftir að hún var skrifuð vegna brots á notendaskilmálum Wordpress-bloggþjónustunnar. Eftir tólf klukkutíma birtist færslan á ný. Ebert rannsakaði málið og komst á snoðir um SEO-fyrirtæki frá Bangalore á Indlandi sem sér um að fylgjast með fréttum af frægu fólki. Ebert kaus að tjá sig ekki um málið, en í grein DiGiacomo er sagt að lögfræðingar séu að skoða málið. Talsmaður Cowells bregst hins vegar ókvæða við, segir málið algjöran þvætting. „Ef Simon hefði eitthvað á móti því sem birtist á Netinu væri ég búinn að heyra af því.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Dálkahöfundurinn Frank DiGia-como hjá dagblaðinu New York Daily News segir í nýjum pistli að Idol-dómarinn Simon Cowell hagræði niðurstöðum á leitarvélum eins og Google til að líta vel út. Simon er reyndar ekki sakaður um að sitja sveittur við lyklaborðið heldur nýtir hann þjónustu sérstakra fyrirtækja sem hagræða niðurstöðum leitarvéla fólki í hag. Fyrirtækin kallast SEO, eða Search Engine Optimization. DiGiacomo segist hafa heimildarmenn í herbúðum Cowells sem segjast vera sannfærðir um að hann nýti þjónustu fyrirtækjanna. Talsmaður Cowell, hin breska Ann-Marie Thompson, vísar þessum ásökunum á bug og segist finna lykt af samsæriskenningu. Það þarf þó aðeins að slá nafn Cowells í leitarvél til að berja dýrðina augum. Óvísindalegt próf Fréttablaðsins leiddi til að mynda í ljós að þegar nafnið Simon Cowell er slegið inn í Google-leitarvélina birtast neikvæðu fréttirnar ekki á fyrstu síðunum. Flestar fréttirnar fjalla um góðgerðarmál Cowell, frægð hans og frama – sem er óumdeilanlegur. Það væri gott og blessað ef hann væri ekki jafn umdeildur maður og hann sannarlega er. Bloggarinn Hans Ebert vann eitt sinn hjá útgáfurisunum EMI og Universal. Hann bloggar reglulega um tónlist og 5. ágúst síðastliðinn útskýrði hann hvers vegna American Idol verði betra án Simon Cowell. Hann sagði Cowell vera Söruh Palin tónlistarbransans og að hann þyki ekki töff í heimalandi sínu Englandi. Þá segir hann skoðanir Cowells á tónlist ávallt höfða til lægsta samnefnarans. Samkvæmt heimildum Franks DiGia-como var færsla Eberts „tekin úr sambandi“ skömmu eftir að hún var skrifuð vegna brots á notendaskilmálum Wordpress-bloggþjónustunnar. Eftir tólf klukkutíma birtist færslan á ný. Ebert rannsakaði málið og komst á snoðir um SEO-fyrirtæki frá Bangalore á Indlandi sem sér um að fylgjast með fréttum af frægu fólki. Ebert kaus að tjá sig ekki um málið, en í grein DiGiacomo er sagt að lögfræðingar séu að skoða málið. Talsmaður Cowells bregst hins vegar ókvæða við, segir málið algjöran þvætting. „Ef Simon hefði eitthvað á móti því sem birtist á Netinu væri ég búinn að heyra af því.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“