Handbolti

Botnlið Vals engin fyrirstaða fyrir FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Guðmundsson átti fínan leik.
Ólafur Guðmundsson átti fínan leik.

FH komst aftur á sigurbraut í N1-deild karla í dag er liðið vann góðan útisigur á Val, 26-30, en FH leiddi með tveim mörkum í leikhléi, 13-15.

Valsmenn eru því enn án sigurs i deildinni en FH er aftur komið í toppbaráttu eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð áður en liðið kom í Vodafonehöllina.

Valur byrjaði leikinn mjög vel en smám saman komst FH inn í leikinn og tók völdin. FH sleppti ekki takinu og vann sanngjarnan sigur.

Valur-FH  26-30

Mörk Vals: Ernir Hrafn Arnarson 7, Alex Jedic 6, Finnur Ingi Stefánsson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Valdimar Fannar Þórsson 3, Heiðar Þór Aðalsteinsson 1.

Mörk FH: Ólafur Andrés Guðmundsson 7, Ásbjörn Friðriksson 5, Logi Eldon Geirsson 4, Ólafur Gústafsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 3, Atli Rúnar Steinþórsson 3, Brynjar Eldon Geirsson 2, Sigurgeir Árni Ægisson 2, Sverrir Garðarsson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×